Nýr fimm ára samningur á borðinu

N'Golo Kante í leik með Chelsea gegn Liverpool.
N'Golo Kante í leik með Chelsea gegn Liverpool. AFP

Forráðamenn Chelsea eru vongóðir um að franski miðjumaðurinn N'Golo Kante skrifi undir nýjan fimm ára samning við félagið.

Enska blaðið Evening Standard greinir frá því að Chelsea hafi boðið Kante nýjan fimm ára samning og kemur hann til með að tvöfalda næstum laun sín hjá Lundúnaliðinu skrifi hann undir samninginn.

Vikulaun Kante eru 150 þúsund pund á viku en hann fá 290 þúsund pund með nýja samningnum en sú upphæð jafngildir um 46 milljónum króna.

Kante, sem er 27 ára gamall, kom til Chelsea frá Leicester City árið 2016. Hann varð Englandsmeistari með Leicester tímabilið 2015-16 og lék sama leik með Chelsea tímabilið á eftir. Franska meistaraliðið Paris SG hefur sóst eftir kröftum Frakkans en nú bendir allt til þess að hann haldi kyrru fyrir á Stamford Bridge.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert