Guardiola aðvaraður

Pep Guardiola.
Pep Guardiola. AFP

Enska knattspyrnusambandið hefur aðvarað Pep Guardiola knattspyrnustjóra Manchester City vegna ummæla fyrir leikinn á móti Manchester United í ensku úrvalsdeildinni.

Stjór­um í úr­vals­deild­inni er ekki heim­ilt að tjá sig um dóm­ara fyr­ir leiki, en Guar­di­ola gerði það fyr­ir granna­slag­inn. Hann ræddi þá um Ant­hony Tayl­or og gaf í skyn að hann væri hliðholl­ur United.

„Hann mun reyna að gera sitt besta. Von­andi mun hann taka skyn­sam­ar ákv­arðarn­ir fyr­ir bæði lið og gera úr því góðan leik,“ sagði Guardiola þegar hann svaraði spurn­ingu blaðamanns um Tayl­or dóm­ara.

Enska knattspyrnusambandið ákvað að kæra Guardiola ekki þar sem þetta var hans fyrsta brot sem og eðli ummæla hans.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert