Tveir frá Liverpool til Tyrklands?

Jürgen Klopp knattspyrnustjóri Liverpool.
Jürgen Klopp knattspyrnustjóri Liverpool. AFP

Liverpool gæti selt tvo af leikmönnum sínum til Tyrklands þegar opnað verður fyrir félagaskipti í janúar.

Fenerbache vill fá miðvörðinn Joel Matip til liðs við sig og Galatasaray er á höttunum eftir framherjanum Divock Origi.

Matip hefur komið sögu í sjö leikjum Liverpool í öllum keppnum á leiktínni en Origi, sem var í láni hjá þýska liðinu Wolfsburg á síðustu leiktíð, hefur ekki spilað leik í deildinni með Liverpool á tímabilinu. Hann hefur einnig verið orðaður við Wolves.

Fram kemur í enska blaðinu Liverpool Echo í dag að Jürgen Klopp, stjóri Liverpool, sé að íhuga að leyfa tvímenningum að fara í janúar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert