Einfaldleikinn er snilld

Jose Mourinho kallar á sína menn í kvöld.
Jose Mourinho kallar á sína menn í kvöld. AFP

„Þetta eru sanngjörn úrslit þrátt fyrir að við stjórnuðum leiknum. Þeir byrjuðu betur og við vorum í vandræðum enda aðeins með einn miðvörð," sagði Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Manchester United eftir 2:2-jafntefli gegn Southampton á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. 

Southampton komst í 2:0 snemma í leiknum, en staðan í hálfleik var 2:2. Illa gekk hjá báðum liðum að skapa sér alvöru færi í seinni hálfleik. 

„Við misstum boltann of auðveldlega á miðsvæðinu og það gerði lífið erfitt fyrir sóknarmennina á móti fimm varnarmönnum. Það er orðið áhyggjuefni að við byrjum oft illa.

Okkur gekk best þegar við reyndum að spila einfalt. Einfaldleikinn er snilld," sagði Mourinho. 

mbl.is