Aubameyang orðinn markahæstur

Pierre-Emerick Aubameyang fagnar marki gegn Tottenham í gær.
Pierre-Emerick Aubameyang fagnar marki gegn Tottenham í gær. AFP

Pierre-Emerick Aubameyang framherji Arsenal er markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu en 14. umferð deildarinnar lauk í gær.

Aubameyang skoraði tvö mörk í grannaslag Arsenal og Tottenham á Emirates Stadium í gær og Gabonmaðurinn hefur þar með skorað 10 mörk í deildinni á tímabilinu.

Markahæstu leikmenn:

10 - Pierre-Emerick Aubameyang, Arsenal
 8 - Sergio Agüero, Manchester City
 8 - Harry Kane, Tottenham
 8 - Raheem Sterling, Manchester City
 7 - Eden Hazard, Chelsea
 7 - Aleksandar Mitrovic, Fulham
 7 - Glenn Murray, Brighton
 7 - Mohamed Salah, Liverpool

Gylfi Þór Sigurðsson hefur skorað 6 mörk eins og sex aðrir leikmenn.

mbl.is