Azpilicueta samdi við Chelsea

Cesar Azpilicueta í leik með Chelsea.
Cesar Azpilicueta í leik með Chelsea. AFP

Spænski varnarmaðurinn Cesar Azpilicueta hefur skrifað undir nýjan fjögurra ára samning við Chelsea en frá þessu greindi félagið í morgun.

Azpilicueta er nú samningsbundinn Lundúnaliðinu til ársins 2022 en hann hefur verið fyrirliði Chelsea-liðsins á þessu tímabili. Spánverjinn hefur spilað 298 leiki fyrir Chelsea og hann verður sjöundi leikmaðurinn til að ná þeim áfanga að spila 300 leiki fyrir félagið.

„Ég er mjög glaður yfir því að framlengja dvöl mína hér hjá Chelsea. Frá því ég kom hef ég fundið mikla gleði og ábyrgð að spila fyrir þetta félag og stuðningsmennina og í hvert skipti sem ég kem út á völlinn þá reyni ég að gera mitt besta,“ segir Azpilicueta á vef Chelsea.

mbl.is