Arnautovic úr leik næsta mánuðinn

Marko Arnautovic.
Marko Arnautovic. AFP

Austurríski landsliðsmaðurinn Marko Arnautovic, einn af lykilmönnum enska úrvalsdeildarliðsins West Ham, verður frá keppni næsta mánuðinn að sögn Manuel Pellegrini, knattspyrnustjóra Lundúnaliðsins.

Arnautovic tognaði aftan í læri í 3:1 sigri West Ham gegn Aroni Einari Gunnarssyni og samherjum hans í Cardiff í fyrrakvöld og kemur Austurríkismaðurinn til að missa af leikjum sinna manna í jólatörninni sem er skollin á.

Sóknarmaðurinn hefur komið við sögu í 13 leikjum West Ham í deildinni á þessu tímabili og er markahæsti leikmaður liðsins með 5 mörk.

mbl.is