Arsenal ekki enn verið yfir í hálfleik

Arsenal-menn fagna marki á Old Trafford í gærkvöld.
Arsenal-menn fagna marki á Old Trafford í gærkvöld. AFP

Þrátt fyrir að Arsenal hafi nú leikið 20 leiki í röð, í öllum keppnum, án þess að tapa leik þá hefur liðið ekki haft forystu í hálfleik í einum einasta deildarleik á leiktíðinni.

Arsenal hefur ekki átt svona langa törn án þess að tapa síðan að liðið lék 28 leiki í röð árið 2007 án þess að tapa. Því má segja að Unai Emery hafi farið vel af stað í stjórastarfinu hjá félaginu. Emery hlýtur hins vegar að spyrja sig að því af hverju Arsenal gangi svona illa að hafa forystu í hálfleik. 

Arsenal hefur komist yfir í fyrri hálfleik í þremur síðustu deildarleikjum, en fékk á sig jöfnunarmark fyrir hlé gegn bæði Manchester United og Bournemouth, og lenti undir gegn Tottenham. Í seinni hálfleik hefur liðinu gengið betur og það tryggði sér sigur gegn Tottenham og Bournemouth, og var nær því en United að landa sigri á Old Trafford í gær.

Arsenal er sem stendur í 4. sæti úrvalsdeildarinnar með 30 stig, líkt og Tottenham sem er með lakari markatölu. Lundúnaliðin tvö eru átta stigum á eftir toppliði Manchester City.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert