Klopp fúll út í leikmenn Burnley

Jürgen Klopp.
Jürgen Klopp. AFP

Jürgen Klopp knattspyrnustjóri Liverpool var ekki sáttur við meðferðina sem hans menn fengu hjá leikmönnum Burnley í viðureign liðanna á Turf Moor í gærkvöld þar sem Liverpool fagnaði 3:1 sigri eftir að hafa lent 1:0 undir.

Liverpool heldur því enn í við Englandsmeistara Manchester City en eftir 15 umferðir eru liðin tvö þau einu taplausu í deildinni og er City með tveggja stiga forskot á lærisveina Klopps.

Joe Gomez varnarmaður Liverpool fór meiddur af velli eftir 23 mínútna leik eftir harða tæklingu frá Ben Mee og gæti Gomez orðið frá keppni næstu vikurnar.

„Leikmenn Burnley höfðu sérstaka áætlun um að vera mjög árásargjarnir og láta finna fyrir sér líkamlega. Joe er meiddur á ökklanum og það kemur betur í ljós á morgun hversu alvarleg meiðslin eru,“ sagði Klopp.

„Það er allt í lagi að láta finna fyrir sér það er hluti af fótboltanum. En vertu varkár. Að renna sér fjóra til fimm metra til að vinna boltann, sá tími er liðinn og einhver þarf að segja þér að hætta þessu,“ sagði Klopp.

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert