Tímamótaleikur hjá Milner

James Milner.
James Milner. AFP

James Milner, harðjaxlinn í liði Liverpool, spilar tímamótaleik á laugardaginn þegar Liverpool sækir spútniklið Bournemouth heim í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.

Milner spilar þá sinn 500. leik í ensku úrvalsdeildinni en hann spilaði sinn fyrsta leik í deildinni aðeins 16 ára gamall með liði Leeds United árið 2002 og varð um leið annar yngsti leikmaðurinn til að spila í deild þeirra bestu á Englandi. Hann er yngsti leikmaðurinn til skora í ensku úrvalsdeildinni þegar hann skoraði fyrir Leeds gegn Sunderland.

Milner verður 13. leikmaðurinn til ná 500 leikja markinu en Gareth Barry hefur spilað flesta leiki í ensku úrvalsdeildinni eða 653 talsins.

Milner, sem er 32 ára gamall og margir vilja meina að sé einn mikilvægsti leikmaður liðsins, skoraði fyrra mark Liverpool í 3:1 sigri liðsins gegn Burnley á Turf Moor í gærkvöld og það veit á gott þegar hann skorar því leikirnir eru orðnir 50 í röð sem Milner hefur ekki tapað þegar hann hefur skorað. Það er met í ensku úrvalsdeildinni.

Leikjahæstu leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar:

Gareth Barry 653
Ryan Giggs 632
Frank Lampard 609
David James 572
Gary Speed 535
Emile Heskey 516
Mark Schwarzer 514
Jamie Carragher 508
Phil Neville 505
Steven Gerrard 504
Rio Ferdinand 504
Sol Campbell 503
James Milner 499
mbl.is