Áfall fyrir enska landsliðið

Phil Neville.
Phil Neville. AFP

Jordan Nobbs leikmaður Arsenal og varafyrirliði enska landsliðsins í knattspyrnu mun missa af úrslitakeppni heimsmeistaramótsins sem fram fer í Frakklandi næsta sumar.

Nobbs gekkst í vikunni undir aðgerð en í ljós kom að hún var með slitið krossband eftir að hafa meiðst í leik á móti Everton í síðasta mánuði.

„Við óskum öll Jordan skjóta bata,“ segir Phil Neville þjálfari enska landsliðsins í viðtali við BBC í dag.

Nobbs er 25 ára gömul sem hefur spilað 53 leiki með enska landsliðinu og hefur skorað sjö mörk í þeim leikjum.

mbl.is