Everton vonast til að geta haldið Gomes

André Gomes í leik með Everton gegn Liverpool um síðustu ...
André Gomes í leik með Everton gegn Liverpool um síðustu helgi. AFP

Marco Silva knattspyrnustjóri Everton segir að framtíð portúgalska miðjumannsins André Gomes sé í óvissu en Everton fékk hann að láni frá Spánarmeisturum Barcelona.

Gomes hefur leikið sérlega vel með Everton á leiktíðinni en Silva segir að Everton hafi ekki möguleika á að semja við Portúgalann til framtíðar eftir leiktíðina í vor. Hann vonast þó til að geta haldið Gomes.

„Hann er mjög ánægður hjá okkur og við sjáum til hvað við getum gert. Við erum að vinna í málunum en ég veit ekki hvort ég hafi svar á reiðum höndum næstu vikurnar. Þetta er ekki bara í okkar höndum né André heldur Barcelona líka.

Hann hefur spilað mjög vel og verður betri með hverjum leiknum sem líður en það sem er mikilvægast fyrir mig er liðið og hópurinn,“ segir Silva.

mbl.is