Chelsea fyrst til að vinna meistarana

N'Golo Kante og Fabian Delph eigast við í dag.
N'Golo Kante og Fabian Delph eigast við í dag. AFP

Chelsea varð rétt í þessu fyrsta liðið til að leggja meistara Manchester City af velli í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta er liðin mættust á Stamford Bridge. Lokatölur urðu 2:0, Chelsea í vil, og er Liverpool því í toppsætinu. 

Manchester City var líklegra til að skora framan af í frekar rólegum fyrri hálfleik, en illa gekk að skapa færi, þrátt fyrir að liðið var mikið með boltann. Chelsea nýtti sér það og N'Golo Kanté skoraði með fyrsta skoti heimamanna í leiknum á síðustu mínútu fyrri hálfleiks. 

David Luiz bætti svo við öðru marki Chelsea með skalla eftir hornspyrnu á 78. mínútu og þar við sat. Tapið þýðir að Manchester City er í öðru sæti deildarinnar, stigi á eftir Liverpool. Chelsea er í þriðja sæti með 34 stig, eins og Arsenal. 

Uppfærist sjálfkrafa meðan leikur er í gangi

Allar lýsingar í beinni

Chelsea 2:0 Man. City opna loka
90. mín. Gabriel Jesus (Man. City) á skot sem er varið Kæruleysi hjá Kepa. Sendir beint á Gabriel Jesus sem reynir svo skotið, en Kepa bætir upp fyrir mistökin með góðri vörslu.
mbl.is