Jóhann Berg maður leiksins hjá Sky

Jóhann Berg Guðmundsson.
Jóhann Berg Guðmundsson. AFP

Jóhann Berg Guðmundsson var valinn maður leiksins hjá Sky Sports eftir langþráðan sigur Burnley í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Jóhann Berg fékk 8 í einkunn en Burnley fagnaði 1:0 sigri gegn Huddersfield á Turf Moor og komst með sigrinum upp úr fallsæti.

Landsliðsfyrirliðinn Aron Einarsson fékk sömuleiðis fína dóma fyrir frammistöðu sína með Cardiff sem vann 1:0 sigur á móti Southampton. Aron fékk 7 í einkunn hjá Sky Sports og einnig 7 hjá netmiðlinum Walesonline.com.

Cardiff hefur halað inn stigum eftir að Aron Einar sneri til baka úr meiðslum en með hann innanborðs hefur liðið fengið 12 stig úr síðustu átta leikjum en Cardiff var án sigurs í deildinni áður en Aron kom inn í liðið.

mbl.is