Leikið langt fram á kvöld á Englandi

Manchester City er á toppnum fyrir umferðina sem hefst í …
Manchester City er á toppnum fyrir umferðina sem hefst í dag. AFP

Það er óhætt að segja að aðdáendur ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu eigi góðan dag fyrir höndum, en í dag eru leikir á dagskrá frá hádegi og langt fram á kvöld. Alls eru átta leikir á dagskrá í 16. umferðinni þennan laugardaginn.

Ballið byrjar klukkan 12.30 þegar Bournemouth tekur á móti Liverpool, en auk Manchester City er Liverpool enn taplaust í deildinni eftir 15 leiki. Er það besta byrjun liðsins í sögunni. Tvö stig skilja liðin að í toppbaráttunni þar sem City er ofar.

Klukkan 15 eru svo fimm leikir á dagskrá þar sem bæði Arsenal og Manchester United verða meðal annars í eldlínunni. Það verður Jóhann Berg Guðmundsson einnig með Burnley, sem fær Brighton í heimsókn, og Aron Einar Gunnarsson með Cardiff gegn Southampton.

Klukkan 17.30 er svo sannkallaður stórleikur á dagskrá þegar Chelsea tekur á móti Manchester City og freistar þess að vera fyrsta liðið til þess að vinna lærisveina Pep Guardiola. Að honum loknum, nánar tiltekið klukkan 19.45, er svo komið að lokaleiknum þar sem Leicester tekur á móti Tottenham.

Dagskrána má sjá hér að neðan, sem bókstaflega stendur langt fram á kvöld.

12.30 Bournemouth – Liverpool
15.00 Arsenal – Huddersfield
15.00 Burnley – Brighton
15.00 Cardiff – Southampton
15.00 Manchester United – Fulham
15.00 West Ham – Crystal Palace
17.30 Chelsea – Manchester City
19.45 Leicester - Tottenham

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert