Liðsfélagi Gylfa í fótspor Heiðars Helgu

Richarlison fagnar marki sínu gegn Watford í kvöld.
Richarlison fagnar marki sínu gegn Watford í kvöld. AFP

Brasilíski framherjinn Richarlison kom Gylfa Þór Sigurðssyni og félögum í Everton í 1:0 gegn Watford í viðureign liðanna í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld þegar hann skoraði á 15. mínútu. Hægt er að setja markið í áhugavert samhengi.

Richarlison, sem áður lék með Watford, varð um leið fjórði leikmaðurinn í sögunni sem skorar mark í ensku úrvalsdeildinni bæði fyrir Watford og gegn Watford. Hinir þrír eru Ashley Young, Daryl Janmaat og Heiðar Helguson, fyrrverandi landsliðsmaður.

Heiðar er í miklum metum hjá Watford en hann spilaði með liðinu árin 1999-2005 og svo aftur 2009-2010. Hann skoraði á þessum árum 75 mörk fyrir liðið í öllum keppnum. Heiðar spilaði einnig í úrvalsdeildinni fyrir Fulham, Bolton og QPR.

Fylgst er með gangi mála í viðureign Everton og Watford hér á mbl.is.

Sjá: Everton – Watford, staðan er 1:0

Heiðar Helguson í búningi Watford.
Heiðar Helguson í búningi Watford. Ljósmynd/www.watfordfc.com
mbl.is