„Líður eins og við höfum tapað“

Abdoulaye Doucoure skorar í kvöld markið sem virtist ætla að …
Abdoulaye Doucoure skorar í kvöld markið sem virtist ætla að vera sigurmark Watford þar til kom fram í uppbótartíma. AFP

„Þetta var synd, okkur líður eins og við höfum tapað leiknum,“ sagði Troy Deeney, fyrirliði Watford, eftir dramatískt 2:2 jafntefli við Everton í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Everton jafnaði metin með marki beint úr aukaspyrnu í uppbótartíma.

„Við verðum að gefa þeim það að aukaspyrnan fór upp í hornið. Okkur fannst við vera betri aðilinn í leiknum og þegar þú skorar tvö mörk á útivelli á það oft að duga,“ sagði Deeney, en leikmenn Watford voru ósáttir við dómara leiksins en í endursýningu virtist fyrra mark Everton vera rangstaða.

„Dómarinn er í erfiðu starfi, en við leikmenn viljum samt fá virðingu þegar við erum að ræða við hann. Við erum ekki að benda á mistökin heldur vildum bara spjalla, en hann bandaði okkur í burtu. Okkur leik eins og allur heimurinn var á móti okkur,“ sagði Deeney.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert