Þetta snýst ekki um Liverpool

José Mourinho.
José Mourinho. AFP

José Mourinho, knattspyrnustjóri Manchester United, var ekki mjög sáttur þegar hann var spurður út í leikinn á móti Liverpool á sunnudaginn eftir tap sinna manna gegn Valencia í lokaumferð Meistaradeildarinnar í fótbolta í kvöld.

„Þetta er ekki um Liverpool heldur um Meistaradeildina. Ég veit ekki af hverju þú spyrð út í þetta. Við förum í alla leiki til að reyna að vinna þá. Stundum tekst það og stundum ekki. Nú höfum við lokið keppni í þessum erfiða riðli. Við vorum ekki frábærir í þessari riðlakeppni en við þau vandamál sem við áttum að etja varðandi meiðsli tókst okkur að koma hingað og vera búnir að tryggja okkur áfram.

Við vorum of „passívir“ í fyrri hálfleiknum. Ég var nokkuð viss eftir hálfleiksræðuna að við kæmum sterkari til leiks en við byrjuðum hálfleikinn á því að skora sjálfsmark og það gaf Valencia betra tækifæri til að stjórna leiknum. Ég gerði tvær breytingar eftir það og þær virkuðu vel. Við vorum nálægt því að jafna metin því við fengum nokkur góð færi,“ sagði Mourinho.

mbl.is