Alexander-Arnold ekki með gegn United

Trent Alexander-Arnold hefur nýtt tækifæri sín vel undir stjórn Jürgen ...
Trent Alexander-Arnold hefur nýtt tækifæri sín vel undir stjórn Jürgen Klopp. AFP

Trent Alexander-Arnold verður ekki leikfær þegar Liverpool tekur á móti Manchester United í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn. 

Varnarmaðurinn meiddist þegar Liverpool mætti Napoli í Meistaradeildinni á þriðjudaginn. Búist er við því að Alexander-Arnold missi úr fleiri leiki en gæti mögulega náð að spila í kringum jól og áramót þegar leikjadagskráin er þétt. 

Þá er spurning um gamla brýnið James Milner þar sem hann fór af velli gegn Napoli en ágætar líkur eru taldar vera á því að hann nái grannaslagnum gegn United. 

mbl.is