Benitez ekki dauður úr öllum æðum

Rafael Benítez getur leyft sér að brosa.
Rafael Benítez getur leyft sér að brosa. AFP

Spánverjinn Rafa Benítez hefur verið valinn knattspyrnustjóri mánaðarins í ensku úrvalsdeildinni fyrir störf sín hjá Newcastle United. 

Newcastle kom sér af fallsvæðinu með vasklegri framgöngu í nóvember þar sem liðið vann þrjá leiki gegn Watford, Bournemouth og Burnley. Var þar safnað saman níu stigum sem gætu reynst dýrmæt þegar uppi verður staðið. 

Benítez er 58 ára gamall og hefur verið við stjórnvölinn hjá Newcastle síðan 2016. Hann hefur stýrt ófáum stórliðunum í Evrópu eins og Valencia, Liverpool, Inter Mílanó, Chelsea, Napólí og Real Madrid. 

Benítez ræddi við SunnudagsMoggann árið 2015:

mbl.is