Cahill á förum til Fulham?

Gary Cahill í leik með Chelsea gegn Derby í deildabikarnum ...
Gary Cahill í leik með Chelsea gegn Derby í deildabikarnum í vetur. AFP

Fulham vill fá varnarmanninn reynda Gary Cahill frá nágrönnum sínum í Chelsea þegar opnað verður fyrir félagaskiptin í enska fótboltanum um áramótin, samkvæmt heimildum Sky Sports.

Cahill, sem er 32 ára og hefur spilað með Chelsea í sjö ár, hefur lítil tækifæri fengið með liðinu í vetur og Sky Sports segir að félagið muni leyfa honum að fara.

Fulham situr á botni úrvalsdeildarinnar og þarf nauðsynlega að styrka varnarleikinn. Cahill á að baki 190 úrvalsdeildarleiki með Chelsea og spilaði áður með Bolton, Aston Villa, Sheffield United og Burnley, og þá á hann 61 landsleik fyrir England að baki.

mbl.is