Endurtekur sagan sig hjá Mourinho?

José Mourinho var ekki sáttur á hliðarlínunni í dag.
José Mourinho var ekki sáttur á hliðarlínunni í dag. AFP

José Mourinho, núverandi knattspyrnustjóri Manchester United, var rekinn frá Chelsea 17. desember árið 2015. Mourinho var rekinn í kjölfarið á 3:1-tapi fyrir Liverpool. 

Lítið hefur gengið hjá Manchester United á leiktíðinni og er liðið í sjötta sæti með 26 stig eftir 17 leiki. United er aðeins búið að vinna einn af síðustu sex deildarleikjum sínum. Eftir tap gegn Liverpool í dag eru lærisveinar Mourinho 19 stigum frá toppliði Liverpool. 

Hluti stuðningsmanna United eru búnir að fá nóg og vilja Mourinho burt og er sætið hans orðið heitt eftir mjög slaka leiktíð til þessa. José Mourinho stýrði Manchester United í 3:1-tapi fyrir Liverpool í dag og á morgun er einmitt 17. desember. 

José Mourinho á því í hættu á að vera rekinn 17. desember eftir 3:1-tap fyrir Liverpool í annað skipti á ferlinum. 

mbl.is