Eric Dier fékk botnlangabólgu

Eric Dier.
Eric Dier. AFP

Tottenham verður án krafta Eric Dier í jólavertíðinni í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu en miðjumaðurinn fékk botnlangabólgu og undirgekkst aðgerð sökum þess á dögunum.

Dier tók þátt í leik Tottenham gegn Barcelona í síðustu viku er félagið tryggði sér sæti í 16-liða úrslitum keppninnar en hann var fjarri góðu gamni er Lundúnaliðið lagði Burnley að velli á Wembley í gær.

Dier hefur verið mikilvægur hlekkur í liði Tottenham undanfarin misseri og á þessari leiktíð hefur hann skorað tvö mörk í 17 leikjum.

mbl.is