Mourinho örmagna eftir ákefð Liverpool

José Mourinho á hliðarlínunni á Anfield í dag.
José Mourinho á hliðarlínunni á Anfield í dag. AFP

„Fyrstu 20 mínúturnar gátum við ekki andað, pressan var svo mikil. Ég verð örmagna af því að horfa á Andrew Robertson, hann hleypur hundrað metra sprett á hverri mínútu,“ sagði hnugginn José Mourinho, knattspyrnustjóri Manchester United, við BBC eftir að sveinar hans máttu þola 3:1-tap gegn erkifjendunum í Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Sadio Mané kom Liverpool yfir snemma leiks áður en Jesse Lingard jafnaði metin fyrir United. Liverpool var þó alltaf sterkari aðili leiksins og varamaðurinn Xherdan Shaqiri skoraði tvö mörk í síðari hálfleik til að tryggja Liverpool sigurinn og skjóta liðinu aftur á topp úrvalsdeildarinnar.

United er aftur á móti enn í 6. sæti, nú 19 stigum frá nágrönnum sínum og Mourinho gat ekki annað en viðurkennt að betri aðilinn vann leikinn. „Betra liðið vann, þó að það hafi unnið leikinn á þeim kafla sem við vorum ekki endilega lakari. Við áttum okkar augnablik og hefðum getað stolið þessu en það hefði kannski verið ósanngjarnt,“ sagði Mourinho sem er undir mikilli pressu á meðan United gengur svo illa.

Mourinho varð þreyttur á að horfa á Andrew Robertson geysast …
Mourinho varð þreyttur á að horfa á Andrew Robertson geysast upp kantinn í gríð og erg. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert