Síðast vann Arsenal samanlagt 10:2

Unai Emery, knattspyrnustjóri Arsenal.
Unai Emery, knattspyrnustjóri Arsenal. AFP

Arsenal-menn hljóta að vera ánægðir með dráttinn í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar en Lundúnaliðið mætir BATE Borisov frá Hvíta-Rússlandi.

Arsenal var með BATE Borisov í riðlakeppni Evrópudeildarinnar á síðustu leiktíð og vann Arsenal leikina samtals 10:2. Arsenal hafði betur í Hvíta-Rússlandi 4:2 og vann svo stórsigur á Emirates 6:0.

Unai Emery, knattspyrnustjóri Arsenal, vann Evrópudeildina þrjú ár í röð sem þjálfari Sevilla, 2014, 2015 og 2016.

BATE Borisov varð meistari í Hvíta-Rússlandi í ár en leiktíðinni lauk í byrjun þessa mánaðar. BATE Borisov fékk 73 stig í 30 leikjum, níu stigum meira en Shakhtyor sem hafnaði í öðru sæti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert