West Ham vill fá miðjumann United

Manuel Pellegrini, knattspyrnustjóri West Ham.
Manuel Pellegrini, knattspyrnustjóri West Ham. AFP

West Ham er að reyna að tryggja sér þjónustu frá miðjumanni Manchester United þegar opnað verður fyrir félagaskipti í næsta mánuði.

Enska blaðið Mirror greinir frá því að West Ham sé að reyna að fá brasilíska miðjumanninn Andrea Pereira til liðs við sig að láni en Pereira hefur lítið komið við sögu með Manchester-liðinu á tímabilinu.

Brassinn virðist vera búinn að gefast upp hjá Manchester United en hann er sagður hafa hafnað því að gera nýjan samning við félagið en núgildandi samningur hans rennur út eftir tímabilið.

mbl.is