Enginn mun sakna Mourinho (myndskeið)

José Mourinho á æfingu Manchester United á dögunum.
José Mourinho á æfingu Manchester United á dögunum. AFP

Andy Mitten ritstjóri tímaritsins United We Stand sagði í viðtali við BBC-útvarpið að hvorki leikmenn né stuðningsmenn Manchester United muni sakna José Mourinho, sem í morgun var rekinn út starfi knattspyrnustjóra félagsins.

„Við gerðum skoðanakönnum þar sem 80% stuðningsmanna vildu að hann færi. Hann átti gott fyrsta tímabil, ásættanlegt annað tímabilið en þetta tímabil hefur verið hörmulegt,“ sagði Mitten.

Það verður fróðlegt að fylgjast með því hver verður næsti knattspyrnustjóri Manchester United, sigursælasta liðs Englands. Líklegt þykir að Michael Carrick muni stýra liðinu út tímabilið en nýr stjóri verður svo ráðinn eftir tímabilið.

Mauricio Pochettino, stjóri Tottenham, og Zinedine Zidane, fyrrverandi þjálfari Evrópumeistara Real Madrid, þykja líklegastir og þá hefur nafn Antonio Conte, fyrrverandi stjóra Chelsea, einnig verið nefnt.

Á myndskeiðinu hér að neðan má sjá þegar Mourinho yfirgefur æfingasvæði Manchester United í síðasta sinn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert