Er mjög leiður yfir þessu

Mauricio Pochettino.
Mauricio Pochettino. AFP

Mauricio Pochettino, knattspyrnustjóri Tottenham, hefur verið sterklega orðaður við stjórastöðuna hjá Manchester United í kjölfar brottreksturs José Mourinho en mikill áhugi er sagður vera hjá stjórnarmönnum að fá Argentínumanninn til Old Trafford fyrir næstu leiktíð.

Pochettino sat fyrir svörum fréttamanna í dag í aðdraganda leiks hans manna gegn Arsenal í ensku deildabikarkeppninni og að sjálfsögðu var hann spurður út í Mourinho og Manchester United.

„Fyrst af öllu vil ég senda mínar bestu kveðjur til José Mourinho. Ég er leiður yfir þessu. Ég átti gott samband við hann og er góður vinur minn. Þetta eru leiðinlegar fréttir. Það kemur mér ekki við hvað gerist hjá öðrum félögum.

Ég held eftir næstum fimm ár hjá Tottenham þá hafi verið vangaveltur varðandi mína stöðu hjá Tottenham. Ég get ekki svarað svona spurningum. Það eru alltaf sögusagnir í fótboltanum. Ég er ekki að hugsa um neitt annað en Tottenham og ég einbeiti mér að því að gera eins vel og ég get,“ sagði Pochettino.

'

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert