Man. City og Burton í undanúrslit

Kevin De Bruyne skoraði fyrir Manchester City.
Kevin De Bruyne skoraði fyrir Manchester City. AFP

Englandsmeistarar Manchester City eru komnir áfram í undanúrslit deildabikarsins í fótbolta eftir sigur á Leicester á útivelli í vítakeppni í kvöld. Staðan eftir venjulegan leiktíma var 1:1 og var farið beint í vítakeppni þar sem Manchester-liðið var betra. 

Kevin De Bruyne kom Manchester City yfir á 14. mínútu og reyndist það eina mark fyrri hálfleiks. Marc Albrighton jafnaði á 73. mínútu og ekki var meira skorað. 

Í vítakeppninni skoraði Harry Maguire eina mark Leicester á meðan þeir Ilkay Gundogan, Gabriel Jesus og Oleksandr Zinchenko skoruðu fyrir Manchester City. Arijanet Muric varði tvær spyrnur í marki Manchester City. 

C-deildarliðið Burton Albion er einnig komið í undanúrslit eftir óvæntan 1:0-útisigur á Middlesbrough sem leikur Í B-deildinni. Jake Hesketh skoraði sigurmark Burton á 48. mínútu. Fyrir tímabilið hafði Burton aldrei komist lengra en í þriðju umferð keppninnar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert