Tekur Blanc við United?

Laurent Blanc.
Laurent Blanc. AFP

Laurent Blanc gæti tekið við stjórastöðunni hjá Manchester United og stýrt liðinu út tímabilið en heimildir Sky Sports herma að United sé með Frakkann í sigtinu.

Sky hefur heimildir fyrir því að nafn Blanc hafi komið fyrst upp á borðið hjá stjórn Manchester United þegar hún fór að ræða um eftirmann Mourinho, sem var rekinn frá félaginu í morgun.

Blanc er ekki alveg ókunnugur Manchester United en hann lék með liðinu frá 2001-03 og varð enskur meistari með því árið 2003. Eftir að knattspyrnuferlinum lauk tók Blanc við þjálfun Bordeaux. Hann stýrði svo franska landsliðinu frá 2010-12, og Paris SG frá árinu 2013-16.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert