Fær Solskjær fljúgandi start?

Ole Gunnar Solskjær.
Ole Gunnar Solskjær. AFP

Ole Gunnar Solskjær stýrir sinni fyrstu æfingu hjá Manchester United á morgun en Norðmaðurinn mun stjórna Manchester-liðinu út tímabilið eins og fram kom á mbl.is í morgun.

Solskjær er væntanlegur til Manchester í dag en fyrsti leikur United undir hans stjórn verður gegn Aroni Einari Gunnarssyni og félögum hans í Cardiff seinni partinn á laugardaginn.

Aron Einar lék undir stjórn Solskjærs hjá Cardiff fyrir fjórum árum. Solskjær tók við stjórastöðunni hjá Cardiff í janúar 2014. Hann náði ekki að halda liðinu í úrvalsdeildinni og var svo rekinn í september eftir slaka byrjun velska liðsins í B-deildinni.

Menn gera sér vonir um að Solskjær fái fljúgandi start með sitt gamla lið en fyrstu leikir United undir hans stjórn eru:

Cardiff (ú)
Huddersfield (h)
Bournemouth (h)
Newcastle (ú)
​Reading (h) - bikarkeppnin

mbl.is