Bjartsýnn á að Jóhann Berg spili á morgun

Jóhann Berg Guðmundsson.
Jóhann Berg Guðmundsson. AFP

Sean Dyche knattspyrnustjóri Burnley er bjartsýnn á að geta teflt Jóhanni Berg Guðmundssyni fram þegar liðið tekur á móti Gylfa Þór Sigurðssyni og félögum hans í Everton í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á morgun.

Jóhann Berg hefur glímt við meiðsli upp á síðkastið. Vonir stóðu til að hann gæti spilað á móti Arsenal á laugardaginn en svo varð ekki. Dyche segir á heimasíðu Burnley í dag að hann sé bjartsýnn á Jóhann Berg geti spilað sem og Robbie Brady.

Burnley hefur aðeins náð að vinna einn af síðustu 11 leikjum sínum í deildinni og er liðið í fallsæti, er í þriðja neðsta sætinu.

Everton hefur sigið niður töfluna og er í 11. sæti en liðið er án sigurs í síðustu fimm leikjum í deildinni. Everton steinlá fyrir Tottenham á heimavelli 6:2 í fyrradag þar sem Gylfi Þór skoraði síðara mark Everton.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert