Nær Liverpool sjö stiga forystu?

Liverpool hefur verið á mikilli siglingu að undanförnu og mætir …
Liverpool hefur verið á mikilli siglingu að undanförnu og mætir Newcastle á Anfield í dag. AFP

Níu af tíu leikjum nítjándu umferðar ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu fara fram í dag en að þessari umferð lokinni er deildin nákvæmlega hálfnuð. Liverpool gæti náð sjö stiga forskoti í dag en á hinn bóginn gæti Manchester City minnkað forskot Liverpool niður í eitt stig.

Liverpool á fyrir höndum heimaleik gegn Newcastle klukkan 15 í dag en á sama tíma er Manchester City á útivelli gegn Leicester.

Tottenham, sem mögulega gæti farið uppfyrir City og í þriðja sætið á heimaleik gegn Bournemouth á sama tíma.

Liverpool er með 48 stig, Manchester City 44, Tottenham 42, Chelsea 37, Arsenal 37 og Manchester United 29 í sex efstu sætunum.

Mögulega verður Íslendingaslagur á Turf Moor í Burnley þar sem heimamenn taka á móti Gylfa Þór Sigurðssyni og samherjum í Everton. Jóhann Berg Guðmundsson hefur ekki spilað tvo síðustu leiki Burnley vegna meiðsla aftan í læri en Sean Dyche knattspyrnustjóri Burnley var í gær sagður vongóður um að hann gæti spilað.

Aron Einar Gunnarsson og samherjar í Cardiff fara til London þar sem þeir mæta Crystal Palace á Selhurst Park.

Ole Gunnar Solskjær stýrir Manchester United í fyrsta skipti á Old Trafford en þangað kemur Huddersfield í heimsókn.

Leikir dagsins eru þessir:

12.30 Fulham - Wolves
15.00 Burnley - Everton
15.00 Crystal Palace - Cardiff
15.00 Leicester - Manchester City
15.00 Liverpool - Newcastle
15.00 Manchester United - Huddersfield
15.00 Tottenham - Bournemouth
17.15 Brighton - Arsenal
19.30 Watford - Chelsea

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert