Verður þetta besta tímabil Gylfa Þórs?

Marco Silva knattspyrnustjóri Everton og Gylfi.
Marco Silva knattspyrnustjóri Everton og Gylfi. AFP

Gylfi Þór Sigurðsson skoraði sitt áttunda mark fyrir Everton í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á þessu tímabili í gær þegar liðið vann stórsigur á Burnley, 5:1, á útivelli. Gylfi, sem skoraði þriðja markið úr vítaspyrnu á 21. mínútu, lagði jafnframt upp mark fyrir Richarlison og er þá búinn að eiga þrjár stoðsendingar á tímabilinu. Gylfi er þá búinn að koma beint að 11 af 31 marki liðsins í deildinni á þessu tímabili, auk þess að eiga þátt í nokkrum til viðbótar.

Gylfi hefur áður mest skorað 11 mörk í deildinni á einu tímabili, fyrir Swansea 2015-16, og á því góða möguleika á að bæta sinn besta árangur.

Hann er kominn með 54 mörk í deildinni og vantar þá aðeins eitt til að jafna Eið Smára Guðjohnsen sem hefur gert flest mörk Íslendinga í efstu deild á Englandi frá upphafi.

Gylfi náði Teiti Þórðarsyni

Þá jafnaði Gylfi metin við Teit Þórðarson í mörkum Íslendinga í deildakeppni erlendis en þetta var samtals 86. mark Gylfa fyrir Everton, Swansea, Tottenham, Hoffenheim og Reading. Aðeins fimm Íslendingar hafa skorað fleiri mörk erlendis, þeir Heiðar Helguson, Eiður Smári Guðjohnsen, Arnór Guðjohnsen, Alfreð Finnbogason og Ásgeir Sigurvinsson. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert