Vonandi næ ég að skáka Eiði

Gylfi Þór Sigurðsson fagnar marki með Everton ásamt nokkrum liðsfélaga …
Gylfi Þór Sigurðsson fagnar marki með Everton ásamt nokkrum liðsfélaga sinna. Þeir mæta Brighton í dag. AFP

Það er óhætt að segja að það hafi hafa skipst á skin og skúrir hjá Gylfa Þór Sigurðssyni og félögum hans í Everton í jólaleikjunum í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.

Eftir harðan skell gegn Tottenham á heimavelli 6:2 á Þorláksmessu svöruðu liðsmenn Everton með 5:1 útisigri gegn Burnley á öðrum degi jóla og eftir fimm leiki án sigurs gátu Gylfi og samherjar hans fagnað sigri.

Gylfi skoraði í báðum þessum leikjum og hefur þar með skorað átta mörk í deildinni á tímabilinu og er aðeins einu marki frá því að jafna met Eiðs Smára Guðjohnsen en hann er markahæsti Íslendingurinn í sögu ensku úrvalsdeildarinnar með 55 mörk.

Morgunblaðið sló á þráðinn til Gylfa, sem stendur í ströngu eins og knattspyrnumennirnir á Englandi um þetta leyti árs. Það er þétt leikið og í dag sækir Everton lið Brighton heim og fær svo Leicester í heimsókn á nýársdag.

Gott að svara svona fyrir sig

„Ég get ekki neitað því að maður er ansi lúinn eftir þessa törn en það er enginn tími til að hugsa um það. Það er stutt í næstu leiki og maður verður bara vera fljótur að jafna sig og gera sig kláran í næsta leik,“ sagði Gylfi Þór en hann hefur verið í byrjunarliðinu í öllum 19 deildarleikjum Everton á leiktíðinni.

Sjá viðtal við Gylfa í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert