Tottenham gekk frá Cardiff í fyrri hálfleik

Christian Eriksen skorar annað mark leiksins.
Christian Eriksen skorar annað mark leiksins. AFP

Tottenham vann afar öruggan 3:0-útisigur á Cardiff í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Öll mörkin komu á fyrstu 26 mínútum leiksins. Aron Einar Gunnarsson lék allan leikinn með Cardiff. 

Það tók Tottenham aðeins þrjár mínútur að brjóta ísinn og var markahrókurinn Harry Kane að verki. Varnarmaður Cardiff, Michael Morrison, sparkaði þá boltanum í Kane og þaðan fór hann í netið.

Christian Eriksen bætti við öðru marki Tottenham níu mínútum síðar er lúmskt skot hans á nærstöngina hafnaði í netinu og á 26. mínútu skoraði Heung-Min Son með hnitmiðuðu skoti innan teigs. 

Leikurinn var rólegur í síðari hálfleik og hvorugt liðið sérstaklega nálægt því að skora og 3:0-sigur Tottenham staðreynd. Með sigrinum fór Tottenham upp í 48 stig og upp í annað sætið en Cardiff er í 16 sæti, enn með 18 stig. 

Cardiff 0:3 Tottenham opna loka
90. mín. Leik lokið Tottenham gekk frá þessu í fyrri hálfleik og gat leyft sér að slaka á í þeim síðari.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert