Austin í bann fyrir „puttana“

Charlie Austin.
Charlie Austin. AFP

Enska knattspyrnusambandið hefur úrskurðað Charlie Austin, framherja Southampton, í tveggja leikja bann.

Austin var kærður af enska knattspyrnusambandinu eftir leik Southampton og Manchester City í ensku úrvalsdeildinni 30. desember. Þegar Austin var kallaður af velli í seinni hálfleik sendi hann stuðningsmönnum Manchester City tvo putta en hann var eitthvað pirraður út í þá.

Austin verður í banni þegar Southampton mætir Leicester í ensku úrvalsdeildinni um helgina og eins í endurteknum bikarleik á móti Derby í næstu viku.

mbl.is