Mata er óviss

Juan Mata fagnar marki með Manchester United.
Juan Mata fagnar marki með Manchester United. AFP

Spænski miðjumaðurinn Juan Mata segir óvíst hvort hann verði áfram með Manchester United eftir þetta tímabil.

Samningur Mata við Manchester-liðið rennur út í sumar, hann kom til félagsins frá Chelsea árið 2014 og hefur reynst því vel.

„Ég veit ekki hvað verður. Ég er búinn að vera á Englandi í góðan tíma í deild sem ég er orðinn vanur og hef aðlagast vel í. En það koma tímar sem ég sakna heimilis míns, fjölskyldu og vina. En ég veit ekki hvort ég fari til Spánar í náinni framtíð. Ég er alveg rólegur. Ég er í frábæru félagi sem Manchester United er, einu stærsta félagi í heimi,“ sagði Mata í viðtali við spænska blaðið AS.

mbl.is