Njósnari Leeds gómaður hjá Derby

Derby mætir Leeds í toppslag í kvöld.
Derby mætir Leeds í toppslag í kvöld. AFP

Ansi skrautlegt mál hefur komið upp í ensku knattspyrnunni eftir að lögregla hafði afskipti af grunsamlegum manni fyrir utan æfingasvæði B-deildarliðs Derby.

Í ljós kom að maðurinn er í þjálfarateymi Leeds í sömu deild, en liðin mætast einmitt í toppbaráttuslag í kvöld. Atvikið átti sér stað í gær og segja forráðamenn Derby að þeir hafi sett sig í samband við kollega sína hjá Leeds til þess að bregðast við.

Leeds er á toppnum með 51 stig en Derby er í sjötta sæti, sem gefur rétt á umspili um sæti í úrvalsdeildinni með 43 stig.

mbl.is