Chelsea styrkti stöðuna í fjórða sæti

Eden Hazard með boltann í dag.
Eden Hazard með boltann í dag. AFP

Chelsea vann 2:1-sigur á Newcastle er liðin mættust á Stamford Bridge í síðasta leik dagsins í ensku úrvaldsdeildinni. Með sigrinum fór Chelsea upp í 47 stig og munar nú sex stigum á Chelsea og Arsenal sem er í fimmta sæti. 

Chelsea byrjaði af krafti og Pedro skoraði fyrsta markið strax á níundu mínútu er hann vippaði snyrtilega yfir Martin Dúbravka í marki Newcastle eftir sendingu frá David Luiz. Newcastle svaraði fimm mínútum fyrir leikhlé með marki Ciaran Clark eftir hornspyrnu og staðan í hálfleik var því 1:1. 

Seinni hálfleikurinn fór rólega af stað og hvorugt liðið skapaði sér færi á upphafsmínútunum en á 57. mínútu dró til tíðina. Eden Hazard sendi á Willian sem skilaði boltanum í fjærhornið með hnitmiðuðu skoti og kom Chelsea aftur yfir og þar við sat. 

Newcastle er því enn í 18. sæti deildarinnar sem er fallsæti, einu stigi á eftir Cardiff og Southampton. 

Chelsea 2:1 Newcastle opna loka
90. mín. Newcastle fær hornspyrnu Longstaff með skot í Luiz og aftur fyrir. Síðasti séns fyrir Newcastle er þessi hornspyrna.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert