Liverpool marði sigur á Brighton

Úr leiknum í dag.
Úr leiknum í dag. AFP

Mohamed Salah tryggði Liverpool stigin þrjú á útivelli er hann skoraði sigurmarkið í 1:0-sigri á Brighton í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Með sigrinum tókst Liverpool að styrkja stöðu sína á toppnum.

Liverpool tapaði síðustu tveimur leikjum sínum, gegn Manchester City í deildinni og svo gegn Wolves í enska bikarnum, en toppliðinu tókst að stöðva taphrinuna í dag án þess að spila sérlega vel. Það var fátt um fína drætti lengst af og Liverpool skapaði nánast engin afgerandi færi.

Ísinn var þó loks brotinn á 50. mínútu þegar Pascal Groß braut klaufalega á Mohamed Salah innan eigin vítateigs. Egyptinn steig á punktinn og skoraði sitt 15. deildarmark og jafnframt eina mark leiksins en hann sjálfur fékk ágætt færi undir lok leiks en tókst ekki að setja boltann í netið.

Heimamönnum í Brighton gekk varla betur að skapa sér færi og máttu þola tap á heimavelli í dag en þeir eru í 13. sæti með 26 stig. Þá er Liverpool nú með 57 stig á toppnum, sjö stigum á undan Manchester City sem mætir Wolves á heimavelli í lokaleik umferðarinnar á mánudaginn.

Mohamed Salah fagnar sigurmarki sínu á Amex-leikvanginum í dag.
Mohamed Salah fagnar sigurmarki sínu á Amex-leikvanginum í dag. AFP
Brighton 0:1 Liverpool opna loka
90. mín. Sadio Mané (Liverpool) fer af velli
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert