Veit ekki hvað þið eruð að tala um

Willian á fullri ferð í leiknum á Stamford Bridge í …
Willian á fullri ferð í leiknum á Stamford Bridge í kvöld. AFP

Brasilíski knattspyrnumaðurinn Willian er ekki á förum frá Chelsea en þetta staðfesti hann sjálfur í kvöld eftir að hafa tryggt Lundúnaliðinu sigur á Newcastle, 2:1, í ensku úrvalsdeildinni með glæsilegu marki.

Willian hefur verið ítrekað orðaður við Barcelona að undanförnu, og spænsku meistararnir hafa verið sagðir tilbúnir til að láta landa hans Malcolm upp í kaupin.

„Ég veit ekki hvað þið eruð að tala um, mín framtíð er hjá Chelsea,“ sagði Willian við fréttamenn eftir leikinn.

„Þetta var gott mark, ég fékk nóg pláss og setti boltann nákvæmlega þar sem ég ætlaði mér,“ sagði Willian um markið fallega.

mbl.is