Erum sem betur fer með góðan markmann

Ole Gunnar Solskjær kallar á sína menn í dag.
Ole Gunnar Solskjær kallar á sína menn í dag. AFP

„Það er glæsilegt að fara með sigur af hólmi á móti Tottenham. Þetta var erfitt í seinni hálfleik en sem betur fer erum við með góðan markmann,“ sagði Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United, eftir 1:0-sigur á Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. 

Marcus Rashford skoraði sigurmarkið í fyrri hálfleik eftir fallega sendingu frá Paul Pogba. 

„Við vorum með Martial, Rashford, Pogba og Lingard og við ætluðum að sækja hratt á þá. Markið hjá Rashford var glæsilegt og sendingin frá Pogba var góð.“

David De Gea átti glæsilegan leik í markinu hjá Manchester United og varði í tvígang stórkostlega. 

„Hann varði ellefu sinnum og tvisvar ótrúlega vel. Við vörðumst vel sem lið en það er alltaf erfitt að spila á móti Harry Kane. Við búumst hins vegar við að vinna alla leiki hjá Manchester United,“ sagði Solskjær. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert