Kærkominn sigur Gylfa og félaga

Gylfi Þór Sigurðsson fylgist með átökum í dag.
Gylfi Þór Sigurðsson fylgist með átökum í dag. AFP

Gylfi Þór Sigurðsson og samherjar hans hjá Everton unnu kærkominn 2:0-sigur á Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Gylfi var í byrjunarliði Everton og fór af velli í uppbótartíma. 

Bournemouth byrjaði betur og var nokkrum sinnum nálægt því að skora fyrsta markið. Illa gekk hins vegar að nýta færin og Everton komst betur inn í leikinn eftir því sem leið á fyrri hálfleikinn. 

Everton byrjaði síðari hálfleikinn svo betur og Kurt Zouma skoraði fyrsta markið með skalla á 61. mínútu eftir flotta fyrirgjöf Lucas Dinge. Leikmenn Bournemouth reyndu svo allt hvað þeir gátu til að jafna leikinn, en vörn Everton stóð vel. 

Everton nýtti sér svo göt í vörn gestanna í blálokin. Í uppbótartíma sendi Ademola Lookman á Dominoc Calvert-Lewin sem kláraði með góðu skoti og tryggði 2:0-sigur Everton. 

Everton er nú með 30 stig í tíunda sæti en Bournemouth í tólfta sæti með 27 stig. 

Everton 2:0 Bournemouth opna loka
90. mín. Það verða að minnsta kosti fimm mínútur í uppbótartíma. Bournemouth líklegra til að jafna en Everton að bæta við.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert