Fögnuðu sigri án þess að ná skoti á markið

Leikmenn Burnley fagna marki í leiknum gegn Fulham.
Leikmenn Burnley fagna marki í leiknum gegn Fulham. AFP

Burnley, án Jóhanns Bergs Guðmundssonar, vann afar þýðingarmikinn sigur gegn Fulham  í fallbaráttu ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu á laugardaginn.

Burnley fagnaði 2:1 sigri og það án þess að ná einu einasta skoti á mark Fulham í leiknum. Bæði mörk Burnley í leiknum voru sjálfsmörk. Það fyrra skoraði Joe Bryan og það síðara Denis Odoi.

Þetta er í fyrsta skipti sem lið í efstu deild skorar tvö mörk í leiknum án þess að ná skoti á markið síðan í ágúst 2003.

Jóhann Berg lék ekki með Burnley vegna meiðsla en liðið er í 15. sæti með 21 stig og er þremur stigum frá fallsæti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert