O'Neill að taka við Forest

Martin O'Neill.
Martin O'Neill. AFP

Martin O'Neill, fyrrverandi landsliðsþjálfari Íra í knattspyrnu, þykir líklegur til að taka við knattspyrnustjórastöðunni hjá enska B-deildarliðinu Nottingham Forest að því er enskir fjölmiðlar greina frá í dag.

Aitor Karanka lét af störfum sem stjóri Nottingham Forest á föstudaginn en liðið er í 9. sæti ensku B-deildarinnar.

O'Neill steig til hliðar sem þjálfari írska landsliðsins í nóvember en hann stýrði landsliðinu í fimm ár. Hann lék á árum áður með gullaldarliði Nottingham Forest og varð í tvígang Evrópumeistari með liðinu undir stjórn Brian Clough, 1979 og 1980, og vann áður enska meistaratitilinn með liðinu árið 1978. O'Neill lék 371 leik með Nottingham Forest.

Meðal þeirra liða sem O'Neill hefur stýrt eru Norwich, Leicester, Celtic, Aston Villa og Sunderland.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert