Alexander-Arnold frá næsta mánuðinn

Trent Alexander-Arnold verður frá næstu vikurnar.
Trent Alexander-Arnold verður frá næstu vikurnar. AFP

Trent Alexander-Arnold, bakvörður Liverpool, verður frá næsta mánuðinn eða svo vegna hnémeiðsla sem hann varð fyrir í leiknum við Brighton um síðustu helgi. Hann meiddist í upphitun en lék samt sem áður allan leikinn. 

Meiðsli Alexander-Arnold koma á slæmum tíma fyrir Liverpool því félagið er nýbúið að lána Nathaniel Clyne til Bournemouth. Joe Gomez er auk þess meiddur og Joël Matip er nýbúinn að jafna sig eftir meiðsli. 

Georginio Wijnaldum er einnig að glíma við hnémeiðsli og verður hann líklegast ekki með Liverpool gegn Crystal Palace næstu helgi. Meiðslin eru hins vegar ekki talin alvarleg. Dejan Lovren verður svo frá næstu tvær vikurnar vegna meiðsla í læri. 

Alexander-Arnold verður væntanlega klár fyrir leikina við Bayern München í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í næsta mánuði. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert