Cech hættir eftir tímabilið

Petr Cech leggur hanskana á hilluna.
Petr Cech leggur hanskana á hilluna. AFP

Tékkneski markmaðurinn Petr Cech leggur hanskana á hilluna eftir tímabilið. Þetta staðfesti hann á Twitter í dag. Cech hefur leikið með Arsenal og Chelsea síðustu 15 árin og nánast unnið allt sem hægt er að vinna með félagsliði. 

Cech kom til Chelsea frá Rennes í Frakklandi árið 2004 og spilaði 333 deildarleiki fyrir liðið. Hann hefur spilað 110 leiki fyrir Arsenal síðan árið 2015. 

Cech varð fjórum sinnun enskur meistari með Chelsea, bikarmeistari fjórum sinnum og deildabikarmeistari þrisvar. Hann varð Evrópumeistari árið 2012 og Evrópudeildarmeistari árið eftir. 

Hann hefur í þrígang verið valinn besti markmaður Evrópu. Cech á 124 landsleiki fyrir Tékkland og er leikjahæsti leikmaður tékkneska liðsins frá upphafi. Hann var aðalmarkmaður Tékklands á EM 2004, HM 2006, EM 2008 og EM 2012.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert