Á leið frá Gylfa til Arons

Oumar Niasse í baráttu um boltann gegn Leicester.
Oumar Niasse í baráttu um boltann gegn Leicester. AFP

Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði í knattspyrnu og leikmaður Cardiff í ensku úrvalsdeildinni, er að fá nýjan liðsfélaga sem hefur verið samherji Gylfa Þórs Sigurðssonar hjá Everton.

Um er að ræða framherjann Oumar Niasse, en Sky greinir frá því í kvöld að forráðamenn Cardiff hafi staðfest tíðindin og muni hann koma á láni út yfirstandandi tímabil. Er Niasse á leið í læknisskoðun hjá Cardiff sem fram fer annað kvöld, í kvöld eða á morgun.

Ni­asse er 28 ára gam­all sene­galsk­ur fram­herji sem var keypt­ur frá Lokomotiv Moskva í janú­ar 2016 fyr­ir 13,5 millj­ón­ir punda en lék áður í Tyrklandi og með Brann í Nor­egi. Hann hef­ur skorað 8 mörk í 31 leik fyr­ir Evert­on en var lánaður til Hull seinni hluta tíma­bils­ins 2016-17. Ni­asse hef­ur skorað þrjú mörk í 9 lands­leikj­um fyr­ir Senegal.

Cardiff er í 17. sæti deildarinnar með 19 stig, stigi fyrir ofan fallsvæðið, en Everton er í 10. sæti með 30 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert