Sanngjarn sigur Arsenal á Chelsea

Aaron Ramsey og Pedro eigast við í kvöld.
Aaron Ramsey og Pedro eigast við í kvöld. AFP

Arsenal vann verðskuldaðan 2:0-heimasigur á Chelsea í lokaleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Arsenal var nær því að bæta við mörkum en Chelsea að minnka muninn. 

Arsenal byrjaði af miklum krafti og var það algjörlega verðskuldað þegar Alexandre Lacazette skoraði fyrsta mark leiksins á 14. mínútu með fallegu skoti úr þröngu færi. Arsenal hélt áfram að sækja og Laurent Koscielny skoraði með skalla, sex mínútum fyrir leikslok. 

Chelsea var nokkuð mikið með boltann í síðari hálfleik, en illa gekk að reyna á Bernd Leno í marki Arsenal. Arsenal fékk svo nokkur færi, sem ekki tókst að nýta og varð 2:0 því niðurstaðan. 

Með sigrinum fór Arsenal upp í 44 stig og er Chelsea nú aðeins þremur stigum á undan í fjórða sætinu. 

Arsenal 2:0 Chelsea opna loka
90. mín. Ross Barkley (Chelsea) fær gult spjald Allt, allt of seinn í Guendouzi.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert